Að grilla eiginmenn er góð skemmtun

10.6.2011

Blogg

Rajini Narayan kemur til réttarhaldanna

Fórnarlambið (?) Rajini Narayan, kemur til réttarhaldanna

Eftir að hafa sannfærst um að eiginmaður sinn til 22 ára  væri að halda fram hjá sér ákvað Rajini Narayan, 43 ára Indverji búsett í Átralíu, að grípa til sinna ráða. Þetta var í desember 2008 en hún hafði þá skömmu áður komist yfir tölvupóstsamskipti eiginmanns síns við aðra konu þar sem hann játaði henni ást sína.

Hún ákvað að ekkert dygði minna en að hella bensíni yfir kynfæri manns síns og bera eld að þeim. Við réttarhöldin kvaðst hún ekki hafa ætlað að myrða hann, aðeins hreinsa hann af syndum sínum og merkja svo hann yrði hjá sér áfram.

Þegar kom að því að framkvæma ódæðið hellti hún bensíninu yfir klofið á honum þar sem hann svaf í hjónarúmi þeirra og bjó sig undir að bera eld að. Við það vaknaði maðurinn hinsvegar, snöggreiddist og í reiði sinni kallaði hann hana „feita, heimska tík„. Þessum orðum reiddist Rajini svo mjög að hún ákvað að kveikja bara í honum öllum. Hún hellti því bensíni yfir bak hans og lagði eld að með kerti. Afleiðingin var sú að maðurinn hlaut alvarleg brunasár á um 80% líkamans auk þess sem heimili hjónanna brann til kaldra kola. Hann lést af sárum sínum 20 dögum síðar á spítala.

Fyrir dómstólum sagði Rajini að um sjálfsvörn hafi verið að ræða enda hafi hún mátt þola heimilisofbeldi í þau rúmlega 20 ár sem þau hafi verið gift. Þessi málsvarnartaktík er eingetið afkvæmi forréttindafemínisma og hefur, í þeim löndum sem viðurkennt hafa aðferðina, verið nefnd „battered wife defence“ en það eru; Ástralía, Kanada, Nýja Sjáland, Bretland og Bandaríkin.

Dómarinn virðist hafa keypt þau rök að konugreyið væri í sjálfheldu þrátt fyrir að karlinn hefði með ástarjátningu við aðra konu gefið sterklega til kynna að hann væri líklega að fara frá henni en það er einmitt það sem hún vildi varna og greip þessvegna til þess ráðs að eyðileggja á honum kynfærin.

Í undirrétti var konan sýknuð af morði en þess í stað ákærð fyrir manndráp. Dómari í máli hennar, Justin Sulan, sá svo auman á henni og skilorðsbatt 6 ára fangelsisrefsingu hennar ásamt því að hrósa konunni fyrir ódæðið með orðunum „Í fyrsta skipti á ævinni stóðstu gegn eiginmanni þínum, sem hafði beitt þig ofbeldi í tuttugu ár“.

Rajini var því frjáls ferða sinna með því skilyrði að hún sæki ráðgjöf – væntanlega í því hvernig á að finna aðrar leiðir út úr vondu sambandi en að kveikja í mönnum.

Ástralskir femínistar voru að vonum ánægðir með dóminn en kynjafræðingurinn Elspeth McInnes frá samtökunum Women Everywhere Advocating Violence Elimination (WEAVE) lét hafa eftir sér í áströlskum fjölmiðlum:

„Domestic violence can create a belief that there is no way one can survive without resorting to lethal violence themselves […] It becomes an almost ‘kill or be killed’ situation, in the context of their personal history. There will be people who say Narayan has ‘got away with it’, but she has lost a husband she loved, her financial support and her standing in the community – and she has suffered two decades of serious domestic abuse“

Rétt eins og í tilviki dómarans, lítur Elspeth framhjá þeirri staðreynd að maðurinn var búinn að finna sér aðra konu og virtist af bréfaskriftum að dæma ætla að fara frá eiginkonu sinni. Í stað þess að líta til þess réttlætir kynjafræðingurinn ofbeldið og telur upp atriði sem eiga að gera morðingjann að fórnarlambi í málinu. Grey konan hafði nefninlega misst fjárhagslegt bakland, stöðu sína í samfélaginu og manninn sem hún elskaði.

Ég vona svo sannarlega að ég verði aldrei elskaður af femínista.

SJ

,

One Comment á “Að grilla eiginmenn er góð skemmtun”

  1. Gunnar Says:

    Þetta hlýtur náttúrulega að vera toppurinn á fórnarlambafemínisma. Greyið konan bara varð að drepa karlinn og svo á að vorkenna henni fyrir það í þokkabót.